Dagsferðir frá Ísafirði til Hornstranda

Það er ekki á allra færi að fara um Hornstrandir í marga daga með allt á bakinu, en það þýðir samt ekki að svæðið sé ekki opið fyrir alla. Við höfum í gegnum árin þróað gott úrval af dagsferðum inná svæðið. Þetta eru eins dags gönguferðir sem byrja snemma morguns á Ísafirði þaðan sem bátur fer með hópinn í þann fjörð sem siglt er til þann daginn. Þaðan er gengið yfir í næsta fjörð eða vík þar sem báturinn kemur síðdegis til að fara með fólk til baka á Ísafjörð. Þessar ferðir eru færar öllum sem geta gengið 12-16 km með lítilli hækkun. 

Fyrir fjölskyldur og þá sem eiga erfit með gang bjóðum við skemmtilega 5 klst Heimsókn á Hesteyri sem hefur verið vinsæl meðal íslendinga alla þessa öld.

Hér fyrir neðan er listi yfir ferðir eftir því á hvaða vikudegi þær eru farnar.


Mánudagur: 

Gönguferð um jökulfirði

Förinni er heitið í innsta fjörð Jökulfjarðanna, Hrafnfjörð, þar sem tuðra flytur okkur í land og við hefjum gönguna. Ætlunin er að ganga út eftir að Flæðareyri eða ca 12 km með engri hækkun. Gangan er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta ósnortinnar náttúru Hornstranda án of mikils erfiðis. Við göngum meðfram sjónum, skoðum dýrlíf og gróður, vöðum jökulvatn og fræðumst um sögu svæðisins. Einnig verður leið Fjalla Eyvinds heimsótt og farið yfir sögu hans.  Við förum frá Ísafirði snemma morgun og erum komin aftur til þorpsins í lok dags. Það er í raun kjörið að fara beint í kvöldmat á Tjöruhúsinu eftir dag á Hornströndum.

 Bóka hérna

 


þriðjudagur:

Aðalvík - hesteyri - dagsferð

Þessi ferð hefst með landtöku Sæbólsmegin í Aðalvíkinni. Þessi kjarni var í byggð fram á miðja 20.öldina og er gömlu húsunum haldið vel við af afkomendum íbúanna og nýtt sem sumarhús. Við göngum upp frá Víkinni, yfir Sléttuheiðina og niður að Hesteyri. Leiðin er um 14km og hækkunin undir 500m. Við fræðumst um sögu svæðisins á meðan við förum yfir á þægilegum gönguhraða. Þetta er einstök leið sem fyllir hugann orku og gefur gott útsýni til allra átta.

Bóka hérna

 


 

miðvikudagur:

HEIMSÓKN Á HESTEYRI

Það tekur nær klukkustund að sigla yfir á Hesteyri frá Ísafirði. Við bjóðum uppá heimsókn til þessa afskekta gamla þorps með leiðsögn og kaffiveitingum í Læknishúsinu. Við göngum stuttan hring með sögustoppum og er sú ganga auveld yfirferðar og hentar flestum. 

Bóka hérna

 

 

 


FIMMTUDAGUR:

dAGSFERÐ Í HORNVÍK

"Að koma í Hornvík að sumri er stórkostleg náttúruupplifun. Allt lífríkið hamast við að komast til þroska á stuttu sumri og það iðar, syngur, æpir,tístir og skrækir allt um kring. Gott tjaldstæði í botni Hornvíkur er hentug bækistöð en þaðan má fara í dagsgöngur út á Hælavíkurbjarg og Hornbjarg" Við bjóðum dagsferð í Hornvík alla fimmtudaga í júlí og ágúst. Þessi ferð gefur þér kost á að ganga á Hornbjarg sem er algjörlega einstök náttúruperla. Stór hluti ferðarinnar er siglingin fram og til baka og hentar því ferðin vel sem finnst gaman að ferðast á sjó.

BÓKA HÉRNA


FÖSTUDAGUR: 

Panorama dagsferð á hornstrandir

Friðland Hornstranda er einstakur staður á norður hluta Vestfjarða og ekki svo fjarri norður heimsskautsbauginum. Svæðið hefur ekki verið í byggð síðan um miðja síðustu öld og því líður manni eins og á hjara veraldar hér umkringdur lítið snortni náttúru. Þessi ferð býður uppá einstakt tækifæri til að upplifa svæðið ef þú hefur bara einn dag aflögu. Við förum um mjög hluta jökulfjarðana sem fáir fara um en bíður uppá frábært útsýni og kyrrð. Leiðsögumaður fer yfir sögu svæðisins og þegar komið er í Kvíar er borinn fram heimatilbúin kvöldverður. Kvíar eru gamall bónaabær frá 1921 sem hefur verið endurbyggður fyrir hópa og aðra gesti. 

BÓKA HÉRNA

 


laugardagur: Hesteyri til aðalvíkur

Það tekur nær klukkustund að sigla yfir á Hesteyri frá Ísafirði. Við bjóðum uppá heimsókn til þessa afskekta gamla þorps með leiðsögn og kaffiveitingum í Læknishúsinu. Við göngum stuttan hring með sögustoppum og er sú ganga auveld yfirferðar og hentar flestum. 

BÓKA HÉRNA


SUNNUDAGUR: HEIMSÓKN Á HESTEYRI

Það tekur nær klukkustund að sigla yfir á Hesteyri frá Ísafirði. Við bjóðum uppá heimsókn til þessa afskekta gamla þorps með leiðsögn og kaffiveitingum í Læknishúsinu. Við göngum stuttan hring með sögustoppum og er sú ganga auveld yfirferðar og hentar flestum. 

BÓKA HÉRNA