Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar - Bátaáætlun 2020

Sjóferðir Hafsteins & Kiddýjar hafa ferjað farþega til Hornstranda frá 1993 og byggt upp öflugt fyrirtæki sem býður sætaferðir með gæða farþegabátum. Þetta er fjölskyldufyrirtæki og  hefur frá upphafi verið rekið af hjónunum Hafsteini og Kiddý.

Allir bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa verið vel rekið og verðlaunað sem Fyrirmyndarfyrirtæki af Credit Info. 

Bátarnir eru 3 og misstórir. Fyrst ber að nefna Ingólf sem tekur 30 manns, næstur í stærð er Bliki sem hefur leyfi fyrir 38 manns og stærst er svo drottning flotans Guðrún sem tekur allt að 48 manns. Ferðirnar hefjast á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við tuðrubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins.

Hér fyrir neðan er að finna áætlun fyrirtækisins fyrir Hornstrandir sumarið 2020. Það eru engar untantekningar frá áætlun í sumar. Áætlun hefst 9.júní 2020 og síðasta ferð farin 29. ágúst. 

Athugið að miðvikudags og föstudagsferðir til Aðalvíkur eru bara í boði í 29 júní til 14 ágúst 2020.

Til að bóka hafið samband í síma 456-5111 eða sendið okkur póst á vesturferdir@vesturferdir.is

Hægt er að fá sérverði fyrir hópa og við getum bætt við stoppum í Grunnavík, Sléttu, Flæðareyri og Lónafirði ef um það er beðið.