Friðlandið var stofnað 1975 og eru mörk þess um Skorarheiði milli Hrafnsfjarðar og Furufjarðar og nær friðlandið því yfir Hornstrandir og hluta af Jökulfjörðum, eða Sléttuhrepp og hluta af Grunnavíkurhreppi. Friðlandið er í umsjá Ísafjarðarbæjar og Umhverfisstofnunnar sem hefur gefið út
Eyðibyggð - enn nytjuð
Byggð á Hornströndum var farin að dragast saman þegar þjóðfélagsbreytingar urðu þess valdandi að allir bæir þar fóru í eyði á stríðsárunum eða stuttu síðar. Landið er í einkaeign að mestu og landeigendum eru tryggðar hefðbundnar nytjar. Þær eru æðarvarp, veiði í ám og vötnum og fugla- og eggjataka. Í friðlandinu eru nokkrir tugir húsa, bæði gömlu bæjarhúsin uppgerð og ný sumarhús. Það er algengt að búið sé sumarlangt í þessum húsum og því er mikilvægt að ferðalangar sýni tillitsemi og tjaldi ekki nálægt þeim.
Aðalvík