Gönguferð um jökulfirði - dagsferð

 Við bjóðum eins dags gönguferð með leiðsögn um láglendi Jökulfjarða; frá Hrafnfirði að Flæðareyri. í þessari ferð förum við um svæði Fjalla Eyvindar og kynnumst sögu hans og fólksins sem lifði hér á hjara veraldar á öldum áður, eða allt fram á fimmta áratug síðustu aldar. Um er að ræða þægilega göngum um undraheima Jökulfjarða í fylgd leiðsögumanns sem glæðir umhverfið lífi með sögum sínum. 

Gangan er um 12 km löng með lítilli sem engri hækkun. Farið er yfir eitt vað og því gott að hafa góða vaðskó.