Aðalvík- Hesteyri - Dagsferð

Við bjóðum upp á heilsdags gönguferð frá Aðalvík til Hesteyrar með leiðsögn. Hornstrandir eru einstakt svæði sem allir ættu að heimsækja að minnsta kosti einu sinni yfir ævina. Náttúra og saga svæðisins hefur yfir sér einstakan blæ og magnað að ganga gamlar þjóðleiðir eins og þessa og njóta frásagnar heimamanna.

Við förum frá Ísafirði snemma morguns og erum ferjuð í land í Sæbóli í Aðalvík. Þaðan er gengið inn gróðursælan dal, uppá heiðina og yfir til Hesteyrar. Leiðin er um það bil 14 km og hækkunin á leiðinni í kringum 400m. Við endum daginn með kaffi og pönnukökum í Læknishúsinu á Hesteyri og bíðum þess að báturinn sæki okkur og ferji yfir til Ísafjarðar aftur. Við erum komin aftur í kringum kvöldmatarleytið.