Kajakferð á Pollinum

Fátt er betra til að komast í snertingu við náttúruna og fuglalífið en kajakróður, enda hljóðlát fley og lipur. Við bjóðum uppá einstaka ferð um Pollinn á Ísafirði sem hentar byrjendum jafnt sem vönum ræðurum. 

Kajakróður er auðveldur flestum sem hann reyna. Þáttakendur fá leiðsögn í róðri og öryggisatriðum áður en haldið er af stað. Mikil áhersla er lögð á að öllum líði vel og að búnaðurinn passi vel. Við hefjum ferðina í suðurtanga og róum inn fjörðinn og til baka.