Grænahlíð dagsganga á Hornströndum

Gönguferð eftir Grænuhlíð er skemmtileg blanda af návígi við ósnortna náttúru og heillandi sögu Hornstranda. Við hefjum daginn með bátsferð frá Ísafirði yfir á Sléttu. Leiðin liggur frá fallegri ströndinni, þaðan sem við hækkum okkur stöðugt eftir hlíðinni uppá bjargið. Grænahlíð hefur löngum verið þekkt sem skjól fyrir fiskiskip þegar veður verða vonda, en þá hvíla þau þar undir þar til óhætt er að snúa aftur á miðin. Við göngum eftir endilangri hlíðinni, njótum útsýnis yfir Djúpið og endum á að rannsaka rústir breskrar radarstöðvar. Að endingu göngum við niður í Aðalvík þar sem bátur sækir okkur síðdegis og flytur aftur til Ísafjarðar.