Flæðareyri í Grunnavík - Dagsferð

Leiðin frá Flæðareyri yfir til Grunnavíkur er skemmtileg og létt dagsferð sem býður uppá einstaka upplifun og útsýni yfir Jökulfirðina og Hornstrandir. Ferðin byrjar á Ísafirði snemma morguns þaðan sem siglt er yfir á Flæðareyri. Við göngum gömlu götuna yfir í Grunnavík, þar sem tekið er á móti okkur með kaffi og kökum í Sútarabúðum.  Báturinn sækir svo hópinn síðla dags og við komum aftur til Ísafjarðar um kvöldmatarleytið.

Mikilvægt er að þátttakendur séu vel búnir til göngu og hafi með sér nesti.