Hestaferð í Heydal

Heydalur við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi er einstakur kyrrðarstaður þar sem gott er að koma. Heydalur gistihús býður uppá skemmtilegar hestaferðir um næsta nágrenni sitt.

Ferðin hefst með vaði yfir Heydalsá og meðfram ánni niður að sjó og þaðan tilbaka eftir veginum heim í Heydal. Í boði eru bæði hesta fyrir byrjendur og fyrir fólk með reynslu.

Hægt er að bóka ferðina hérna og mæta svo á umræddum degi á hótelið ca. 30 mínútum fyrir upphafstíma ferðar.