Í fótspor Fyglinga - Jónsmessuferð 2023

Siglt verður frá Ísafirði á farþegabátnum Sjöfn með einvalaliði í áhöfn.

Siglt verður undir helstu björg, eggjatínslustaði og sögufræga staði allt frá Grænuhlíð og alveg austur að Reykjafirði á Ströndum.

Meðal annars verður siglt undir Grænuhlíð, framhjá Stapa í Aðalvík, framhjá flakinu af Goðafoss, undir Almenninga, inní Kirfi, Hælavíkurbjarg, Hornbjarg, Blakkabás ef veður og aðstæður leyfa ásamt fleiru.

Sagt verður frá eggjatýnslu bæði þá og nú og lífinu á ströndum til forna og til dagsins í dag.

Í Reykjafirði verður svo stutt söguganga áður en hægt verður að fara í sund í lauginni þar.

Að því loknu verða veitingar um borð áður en haldið er heim á leið, vonandi í fallegri kvöldsólinni.

Léttar veitingar, kaffi, vatn og gos verður í boði um borð á leiðinni yfir daginn.