Reiðtúr í Engidal

Þetta er reiðtúr í botn Skutulsfjarðar þar sem Ísafjarðarbær stendur. Ferðin tekur í heild 2,5 klst en gestir eru á baki í ca 1-1,5klst. Það veltur á kunnáttu þátttakenda og reynslu.

Gestir eru sóttir á skrifstofu Vesturferða á Ísafirði og ekið í Engidal sem tekur u.þ.b 10 mínútur. Þar er byrjað á undirbúningi áður en reiðtúrinn sjálfur hefst.

Fyrir byrjendur fer fyrri helmingur ferðarinnar í að fara yfir öll grunnatriði íslenskrar hestamennsku. Seinnihlutinn fer í reiðtúr um Engidal. Við munum fara á þeim hraða sem öllum líður vel með og gerum allar varúðarráðstafanir til að tryggja gestum öryggistilfinningu.

Reyndir knapar fá stuttar leiðbeiningar ef þarf og viljugri hesta ásamt því að við förum hraðar og yfir stærra svæði.

Ef hópurinn er blandaður af bæði byrjendur og lengra komnum geta samt allir notið reynslunnar saman. Fararstjórinn mun að sjálfsögðu vera hjá byrjendum og veita þeim alla þá aðstoð og stuðning sem þeir þurfa, en við gefum þeim reyndari knöpum meira frelsi til að yfirgefa hópinn. 

Fosshestar sjá um að framkvæma þessa ferð.