Dagur í Hornvík

Hornvík er án efa einn fallegasti staður á Íslandi, en langt frá alfaraleið. Við bjóðum dagsferð með leiðsögn á þennan afvikna stað einu sinni í viku í júní, júlí og ágúst. Víkin einkennist af tignar háum fuglabjörgum og íðagrænu landi. Refir eru algengir á þessum slóðum og því ekki ólíklegt að rekast á þá nálægt stígum.

Til að komast í Hornvík þarf að sigla í 2.5 klst og getur sjóferðin reynt nokkuð á. Við förum frá Ísafirði kl 9 og erum því komin um hádegisbilið á áfangastað. Eftir að öllum er komið í land með gúmmítuðru er gengið upp á bjargið til að njóta svæðisins til hins ítrasta. Hér eru mörg frábært sjónarhorn til myndatöku. Við eyðum ca 5 tímum í Hornvík áður en haldið er aftur til Ísafjarðar, en þangað komum við á milli kl 19:30 og 21:00, allt eftir veðri og fjölda farþega.