Panorama - Dagsferð á Hornstrandir

Friðland Hornstranda er einstakur staður á norður hluta Vestfjarða og ekki svo fjarri heimsskautsbauginum. Svæðið hefur ekki verið í byggð síðan um miðja síðustu öld og því líður manni eins og á hjara veraldar hér umkringdur lítið snortinni náttúru.

Þessi ferð býður uppá einstakt tækifæri til að upplifa svæðið ef þú hefur bara einn dag aflögu. Siglt er frá Ísafirði að morgni og komið í land í Veiðileysufirði. Gengið er upp Karlsstaðadal þar til útsýni opnast niður í Lónafjörð, sem margir kalla fergursta fjörð á Ísalndi. Leiðsögumaður fer yfir sögu svæðisins og þegar komið er í Kvíar er borinn fram heimatilbúin kvöldverður. Kvíar eru gamall bónaabær frá 1921 sem hefur verið endurbyggður fyrir hópa og aðra gesti.