Fiskveiðiferð frá Ísafirði

Fiskur er það sem þorp eins og Ísafjörður hafa byggst upp í kringum og því er tilvalið að skella sér á sjóinn til að skilja betur sögu þorpsins. Við munum ná að veiða eitthvað og þú getur fært björg í bú og grillað afraksturinn fyrir þína nánustu.

Ferðin er farin með reyndum íslenskum sjómanni á litlum bát sem rúmar mest 6 manns. Hann finnur góðan stað til að veiða í fjarðarminninu og kennir öll réttu handbrögði við veiðar og verkun fisksins.

Einstök leið til að njóta náttúru svæðisins og upplifa nálægð við dýraríkið.

Hægt að fá tilboð fyrir lengri ferðir og hópa.