Kajaksigling í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi

Mjóifjörður er kjörinn fyrir kajaksiglingar þar sem umferð er mun minni en í öðrum fjörðum Ísafjarðardjúps. Ferðin hefst í Heydal þar sem búnaði er úthlutað og farið yfir skipulag ferðarinnar. Eftir 14km akstur hefst siglingin frá Látrum og róum við þaðan út að selalátrum skammt undan ströndinni. Fegurðin á svæðinu er einstök með útsýni yfir Drangajökull og Snæfjallaströndin. Dýrlífið svíkur engan og hægt að eiga vona á að rekast á ýmsar tegundir fugla og jafnvel hvali.