Bátsferð frá Aðalvík

Aðalvík er um 7km breið vík vestast í friðlandi Hornstranda. Þar var forðum búið og eftir standa hús á Látrum og Sæbóli, en byggðin fór í eyði um miðja síðustu öld. Yfirleit er talað um Sæból vestast, Miðvík og Látra austast. Vestan við Látra á Straumnesfjalli voru reist hernaðarmannvirki sem magnað er að heimsækja.

Aðalvík er einstaklega fallegur staður og mjög vinsælt að ganga þaðan yfir á Hesteyri á einum degi.