Bátsferð til Hesteyrar

Hesteyri var fjölmennasta þorpið á Hornstrandarsvæðinu á meðan það var í byggð. Hér var alla grunnþjónustu að finna og um tíma norska hvalstöð. Þorpið fór í eyði eftir að þorpsbúar tóku sig saman og fluttu saman í burtu á sjötta ártug síðustu aldar en fjölskyldurnar hafa haldið húsunum við og eru þau nýtt til sumardvala í dag. Það er einstök upplifun að heimsækja þetta gamla þorp, hvort sem er í dagsferð eða til fleirri daga. Á Hesteyri er gjaldfrjálst tjaldsvæði og snoturt gistihús í gamla Læknishúsinu. Þar er einnig veitingarsala, sú eina sinnar tegundar í friðlandi Hornstranda.