Bátsferð til Hornvíkur

Að koma í Hornvík að sumri er stórkostleg náttúruupplifun. Allt lífríkið hamast við að komast til þroska á stuttu sumri og það iðar, syngur, æpir,tístir og skrækir allt um kring. Gott tjaldstæði í botni Hornvíkur er hentug bækistöð en þaðan má fara í dagsgöngur út á Hælavíkurbjarg og Hornbjarg.