Gönguskíðaferð - Aðalvík til Hesteyrar

Við höldum uppi þeirri skemmtilegu hefð að bjóða upp á gönguskíðaferð frá Látrum í Aðalvík yfir til Hesteyrar. 

Áætlað er að fara frá Ísafirði með bát til Aðalvíkur snemma morguns. Gestum og búnaði verður komið í land í Aðalvík með tuðrubát og þaðan haldið yfir heiðina til Hesteyrar. Leiðin er 13-14km og hækkuninn ca 360m.

Báturinn bíður hópsins á Hesteyri og verður farið til baka til Ísafjarðar eftir að allir hafa gætt sér á heitum drykki og meðlæti um borð. Hægt er að geyma aukaföt um borð í bátnum meðan gengið er.

Forsenda þátttöku er að hafa reynslu af göngu á skiðum utan brautar.

Það er lágmark átta manns svo að ferðin verði farinn.