Ganga á Straumnesfjall - Dagsferð

Rekavík

Við bjóðum einstaka eftirmiðdags göngu á Straumnesfjall á Hornströndum sem liggur upp af Aðalvík. Við göngum gamlan veg sem liggur upp á fjallið en ameríski herinn byggði radarstöð á fjallinu á 6. áratug síðustu aldar. Rústirnar eru enn á fjallinu og er magnað að heimsækja þennan stað og reyna að setja sig í stöðu þeirra hermanna sem var gert að starfa þarna á hjara veraldar. 

Við förum frá Ísafirði síðdegis og komum til baka eftir miðnætti sem gerir þetta að einstöku tækifæri til að upplifa sumarkvöld og miðnætursólina á einstökum stað.