Hesteyri - Aðalvík - Dagsferð

Við förum frá Ísafirði snemma morguns og siglum yfir til Hesteyrar. Við byrjum á að rölta um gamla þorpið og kynnast sögu þess. Þaðan liggur leiðin upp á heiðina og yfir að Látrum í Aðalvík. Á leið okkar njótum við einstakrar náttúru Hornstranda og fáum gott útsýni yfir umhverfið. Dagsleiðin er hæfilega löng, nær 12km og hækkun ca 300m. Þetta er því kjörin ferð fyrir alla fjölskylduna. Bátur sækir svo farþega í eftirmiðdaginn og endar ferðin á Ísafirði um kvöldmatarleytið og því kjörið að eiga bókað borð á Tjöruhúsinu kl 21.00.