Dalahopp - Gönguferð frá Seljarlandsdal yfir í Hnífdal

Seljarlandsdalur liggur ofan við Ísafjörð og hægt er að komast frá honum yfir í Hnífdal. Þannig er gengið upp annan dalinn og niður hinn. Svæðið er kyrrlátt og býður uppá skemmtilegt útsýni og óvenjuleg sjónarhorn yfir bæina í kring. Náttúran er fjölbreytt og við göngum við vötn, bergvatnsár og mosasvæði. Þetta er kjörin ganga fyrir all sem er í ágætu formi og elska útiveru.