Vigur - Perlan í Djúpinu

Við bjóðum frábæra ferð frá Ísafirði til eyjunnar Vigur í Ísafjarðardjúpi. Eyjan er fræg fyrir að vera fuglaparadís og hægt að treysta því að sjá þar lunda, teistu og æðarfugl til að nefna fáa. Selirnir kjósa að liggja í hrúgum úti á skerjunum og útsýnið allt í kring er einstaklega fallegt. Það er ung fjölskylda sem keypti eyjuna nýverði og búa þar allt árið um kring. Þau bjóða uppá kaffi í veitingasalnum eftir að gengin hefur verið hringur með leiðsögumanni. Á eyjunni er vindmylla í eigu Þjóðminjasafnsins sem er vel varðveitt og gömlu húsin eru friðuð. Þessi ferð er mjög fjölskylduvæn og hentar öllum náttúruunnendum.

Siglingin til eyjunnar tekur hálf klukkustund og stoppað er í 2 klukkutíma áður en haldið er aftur til Ísafjarðar.